Segment

Endurnýjanleg orka er unnin frá orkulind sem endurnýjar sig stöðugt þó af henni sé tekið og helst þannig í jafnvægi af náttúrunnar hendi.

Þannig er orka á borð við þá sem unnin er úr vatni, vindi og jarðvarma skilgreind sem endurnýjanleg. Orkulindir jarðefna, t.d. olía, kol og gas, teljast ekki endurnýjanlegar þar sem þær eru aðeins til í takmörkuðu magni.

Section
Segment

Endurnýjanleg orka og sjálfbærni

Landsvirkjun vinnur orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

Jafnframt leggur fyrirtækið áherslu á að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, en hlutverk þess er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Með sjálfbærri þróun er vísað til þróunar þar sem litið er til lengri tíma og snýst hún um að auka efnahagsleg verðmæti og styrkja samfélagið, jafnframt því að viðhalda gæðum náttúrunnar.

Segment

Sjálfbærni og endurnýjanleiki eru tveir ólíkir hlutir.

Sjálfbær orkuvinnsla lýsir því hvernig orkulind er nýtt en endurnýjanleiki lýsir eðli hennar. Endurnýjanlega auðlind er þannig hægt að nýta á sjálfbæran eða ósjálfbæran hátt.

Landsvirkjun hefur skilgreint verklag sitt til að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda með því að hafa skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð. Þá hefur fyrirtækið jafnframt tileinkað sér innra verklag byggt á alþjóðlegum matslykli (Hydropower Sustainability Assessment Protocol, skammstafað HSAP) um sjálfbæra vatnsorkuvinnslu.

Section
Segment

Vatnsárið

Góður októbermánuður

Október var hlýr á landinu og hiti almennt yfir meðallagi.  Úrkomusamar sunnanáttir voru ríkjandi fram yfir miðjan mánuð, síðan norðanátt um tíma en aftur sunnanátt undir lok mánaðar með talsverðum hlýindum. Fyrri hluti  október var sérlega hagstæður varðandi innrennsli til miðlana, minna um miðbik mánaðarins en hlýindin í lok mánaðar juku aftur á innrennslið.

Vöktun vatnshæðar og fleiri umhverfisþátta á vef Landsvirkjunar

Segment

Myndin sýnir vatnsstöðu á miðlunarsvæðum Landsvirkjunar eftir mánuðum. Hægt er að smella á mánuðina hér að ofan og fá upplýsingar um stöðuna í vatnsbúskapnum.

Segment

Heildarfylling miðlana var 97% í lok vatnsárs.

Section
Segment

Jarðhitaforðinn

Markmið fyrirtækisins er að nýta jarðhitaauðlindina á sjálfbæran og hagkvæman hátt. Landsvirkjun starfrækir tvær jarðvarmastöðvar á Mývatnssvæðinu, Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð, og á árinu 2015 hófust framkvæmdir við virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Stundaðar eru umfangsmiklar rannsóknir á nýtingu jarðhita á svæðinu, bæði í tengslum við núverandi rekstur og vegna mögulegrar framtíðarnýtingar á öðrum svæðum.

Segment

Við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar er jarðhitavökvi sem samanstendur af gufu, vatni og gasi tekinn upp úr jarðhitageymi á um 2.000 metra dýpi. Orkan er unnin úr gufunni. Stærsta hluta vatnsins er dælt aftur niður í jarðhitageyminn (djúplosun) eða því veitt í yfirborðsvatn meðan gasið fer út í andrúmsloftið.

Á árinu 2016 voru 4.821 þúsund tonn af gufu notuð til að vinna 496 GWst af raforku á Mývatnssvæðinu. Magn gufu við raforkuvinnslu hefur dregist nokkuð saman á árunum 2012–2016 og er afkastarýrnun í holum helsta ástæða samdráttarins. Til þess að auka afköst svæðisins var á árinu boruð ný hola sem tekin var í notkun í desember.

Þá féll til við vinnslu 6.516 þúsund tonn af þétti- og skiljuvatni og hefur magn vatns í jarðhitavökvanum aukist nokkuð frá fyrra ári, m.a. vegna þess að til að viðhalda orkuvinnslunni var tekin í notkun eldri vatnsrík lágvermihola. Þá var 4.640 þúsund tonnum af skiljuvatni veitt aftur niður í jarðhitageyminn, sem er aukning frá fyrra ári.

Segment
Segment

Landsvirkjun hefur að leiðarljósi að tryggja örugga og sjálfbæra jarðvarmavinnslu og draga úr umhverfisáhrifum sem henni fylgja.

Section
Segment

Auðlindir