Section
Segment

Ítarlegar rannsóknir og góð samskipti við samfélagið skipta sköpum þegar nýjar virkjanahugmyndir eru mótaðar. Þannig viljum við tryggja hagkvæmni og sátt.

Segment

Fjölmörg tækifæri eru til aukinnar nýtingar og orkuvinnslu á Íslandi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar í Evrópu, þar sem búið er að nýta flesta orkukosti. Landsvirkjun hafði um tuttugu virkjunarkosti til skoðunar og greiningar árið 2016.

Section
Segment

Frá virkjunarkosti til virkjunar eða verndar

Margra ára rannsóknarvinna liggur að baki hverjum virkjunarkosti og á þeim grundvelli er verkefnið skilgreint með hagkvæmni, sjálfbærni og lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa að leiðarljósi. Við fyrstu athuganir á virkjunarhugmyndum skipta góðar upplýsingar miklu máli til að móta tilhögun einstakra virkjana og lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er.  

Hér á landi er vönduð umgjörð um frekari nýtingu og verndun landsvæða, sem byggir á þremur meginþáttum: rammaáætlun, mati á umhverfisáhrifum og skipulagslöggjöf. Allt eru þetta tæki til að meta hvort áhrif á umhverfi séu of mikil til að ávinningur virkjunar sé ásættanlegur en virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á náttúru, hálendi og byggð.

Segment

Áhersla gegnsæi og samtal

Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið með því að stuðla að gegnsæjum vinnubrögðum og gagnvirku upplýsingaflæði. Það að þróa virkjunarkost er langt og flókið ferli sem getur spannað ár eða jafnvel áratugi.

Haldið er úti sérstökum vefsvæðum fyrir þá virkjunarkosti sem eru til skoðunar hverju sinni og miðlum við jafnframt öllum okkar rannsóknum og skýrslum þeim tengdum. Gefin eru út fréttabréf og fréttir á mikilvægum tímapunktum í þróun virkjunarkosta ásamt opnum fundum þar sem nærsamfélaginu og öðrum gefst tækifæri til að hitta verkefnastjóra og aðra sérfræðinga fyrirtækisins.

Á árinu gaf fyrirtækið einnig út sjö myndbönd um virkjunarkosti í þróun. Markmiðið með útgáfu þeirra er að sýna á myndrænan hátt áhrif virkjunarkostsins á samfélag og umhverfi ásamt því að gera grein fyrir mögulegum kostum hans. Öll myndböndin eru vistuð á Youtube síðu fyrirtækisins og öllum aðgengileg. 

Section
Segment
Section
Segment

Sjálfbærni að leiðarljósi

Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi var stofnað árið 1997. Markmið verkefnisins er fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Fyrirtækin Landsvirkjun og Alcoa Fjarðarál voru stofnendur verkefnisins og fengu til liðs við sig fulltrúa ýmissa hópa, bæði með og á móti framkvæmdunum, og myndaður var samráðshópur sem vann að verkefninu.

Verkefnið gengur út á að fylgjast með þróun skilgreindra vísa sem gefa vísbendingar um þróun hinna ýmsu mála á sviði umhverfis, efnhags og samfélags frá upphafi framkvæmda.

Nánari upplýsingar um verkefnið