Segment

Landsvirkjun hefur ávallt haft samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í starfsemi sinni, þótt ekki hafi verið búið að skilgreina hugtakið í upphafi. 

Með aukinni meðvitund um málaflokkinn hófst vinna innan fyrirtækisins, á grundvelli draga að alþjóðlegum staðli um samfélagslega ábyrgð – ISO 26000 – og í kjölfarið kom út skýrsla um samfélagsábyrgð – Grunnur að nútímalífsgæðum (2009). Skýrslunni var ætlað að lýsa hvernig fyrirtækið starfar með tilliti til samfélagsábyrgðar, greina þau vinnubrögð sem viðhöfð eru og vísa veginn til betri árangurs í framtíðinni.

Kerfisbundin nálgun á samfélagsábyrgð hjá Landsvirkjun er byggð á fyrrnefndum staðli og skilgreiningum sem þar er að finna um meginviðfangsefni málaflokksins. Í framhaldi af vinnu innan fyrirtækisins sem og samtölum við hagsmunaaðila voru sex meginmálaflokkar valdir sem mynda kjarnann í stefnu fyrirtækisins um samfélagsábyrgð. Þeir eru stjórnarhættir, virðiskeðjan, umhverfið, samfélagið, mannauðurinn og miðlun þekkingar.

Section
Segment

Markmið 2016

Árlega er gerð framkvæmdaáætlun, sem inniheldur eitt eða fleiri markmið fyrir hvern meginflokk, og unnið er að yfir árið. Leitast fyrirtækið þannig við að auka jákvæð áhrif þess á umhverfi og samfélag og draga úr hinum neikvæðu. Markmiðin eru sett fram á vefnum í upphafi árs og framvinda þeirra auðkennd eftir því sem árið skríður fram. Þegar nýtt ár hefst eru þau metin, endurskoðuð og ný markmið sett.

Sum af markmiðunum, og verkefnunum í tengslum við þau, eru studd af stefnum eða reglum sem Landsvirkjun hefur talið nauðsynlegt að setja. Er það meðal annars gert til að hagsmunaaðilar geti betur séð og skilið hvernig fyrirtækið starfar, og hvaða væntingar þeir geta gert til þess, en einnig til að tryggja sameiginlegan skilning á ákveðnum viðfangsefnum, þvert á fyrirtækið.

Segment
Global Compact framvinduskýrsla

Framvinduskýrslu til UN Global Compact var skilað í annað sinn.

Græn skref

Landsvirkjun náði að uppfylla fyrsta skrefið af fjórum í Grænum skrefum Umhverfisstofnunar en í því felast ýmsar aðgerðir til að draga úr sóun auðlinda og gera skrifstofustarfsemi umhverfisvænni.

Carbon Disclosure Project

Í samræmi við undirritun Caring for Climate verkefnisins, og skráð markmið í NAZCA (Non-State Actor Zone for Climate Action), skilaði Landsvirkjun í fyrsta skipti skýrslu um kolefnislosun sína til CDP (áður „the Carbon Disclosure Project“).

Orkuvinnsla í sátt við umhverfi og samfélag

Landsvirkjun leggur ríka áherslu á að nýta þær orkulindir sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbærum hætti og hefur að leiðarljósi að stunda orkuvinnslu í sátt við umhverfi og samfélag. Með skýrri umhverfisstefnu, ítarlegum rannsóknum og vöktun umhverfisins vinnur fyrirtækið markvisst að því að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar.

Samskiptaáætlanir

Samtal við hagsmunaaðila er Landsvirkjun mikilvægt. Á árinu 2016 voru gerðar samskiptaáætlanir fyrir allar aflstöðvar í rekstri, virkjunarkosti í framkvæmd og undirbúningi.

Arður

Arður greiddur til eiganda.

Hlutverk í atvinnusköpun

Landsvirkjun hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu landsins og skógrækt. Í kjölfarið að fyrsta virkjun fyrirtækisins, Búrfellsvirkjun, hóf að framleiða rafmagn árið 1969 voru ráðnir unglingar til starfa í sumarvinnu við gróðursetningu og sáningu.

„Margar hendur vinna létt verk“ er verkefni sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir um áratugaskeið. Þar geta einstaklingar á aldrinum 16–20 ára sótt um sumarvinnu og félagasamtök óskað eftir vinnuframlagi þeirra til umhverfismála. Þetta er mikilvægt framlag til atvinnumála skólafólks sem einnig fær þá tækifæri til að kynnast starfsemi fyrirtækisins. Einnig ræður Landsvirkjun til starfa fjölda háskólanema í sumarvinnu við verkefni ýmsu tagi.

Á árinu 2016 mun hefjast undirbúningur fyrir ráðningar sumarstarfsfólks á árinu 2017 með það að markmiði að störfin höfði til breiðari hóps ungs fólks. Fyrirtækið vill leitast við að endurspegla þá fjölbreyttu samfélagsgerð sem við búum við.

Hlutfall kvenkyns stjórnenda

Markmið um hlutfall kvenkyns stjórnenda verði hærra en 30% náðist ekki.

Jafnlaunaúttekt

Jafnlaunaúttekt PWC sýnir að launamunur er innan við 1%.

Slys

Eitt fjarveruslys varð á árinu.

Orkurannsóknasjóður

Framlög í Orkurannsóknasjóð voru aukin um 3,5%.

Sjálfbærnivísar

Mótaðir voru 33 sjálfbærnivísar til að fylgjast með á Norðausturlandi.