




Stjórn Landsvirkjunar
Landsvirkjun er stærsta orkufyrirtæki landsins, í eigu íslensku þjóðarinnar og á forræði fjármálaráðuneytisins. Stjórn er skipuð af fjármálaráðherra til eins árs í senn og ber hún ábyrgð á fjármálum og rekstri Landsvirkjunar.
Stjórn Landsvirkjunar var endurkjörin á aðalfundi fyrirtækisins þann 20. apríl 2016. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Jón Björn Hákonarson varaformaður.
Stjórn Landsvirkjunar
-
Jónas Þór Guðmundssonhæstaréttarlögmaður
-
Jón Björn Hákonarsonforseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
-
Álfheiður Ingadóttirlíffræðingur
-
Helgi Jóhannessonhæstaréttarlögmaður
-
Þórunn Sveinbjarnardóttirformaður BHM
Varamenn í stjórn Landsvirkjunar
-
Páley Borgþórsdóttirhéraðsdómslögmaður
-
Teitur Björn Einarssonhéraðsdómslögmaður
-
Ásta Björg Pálmadóttirsveitarstjóri
-
Skúli Helgasonstjórnmálafræðingur
-
Steinþór Heiðarssonbóndi
Framkvæmdastjórn Landsvirkjunar
Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra og fara stjórn og forstjóri með stjórn fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti. Framkvæmdastjórar í árslok voru fimm.

Forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson, rafmagnsverkfræðingur, er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990. Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

Skrifstofa forstjóra
Hlutverk
Að annast stefnumótun fyrirtækisins, leiða sameiginleg mál þess og tryggja vandaða stjórnarhætti. Er í forsvari fyrir innleiðingu meginstefnu Landsvirkjunar, skapar farveg umbóta og samræmir breytingar sem ganga þvert á fyrirtækið.

Orkusvið
Hlutverk
Að stunda skilvirka orkuvinnslu og að hámarka afköst vinnslukerfis Landsvirkjunar. Sviðinu ber að tryggja að raforkuvinnsla og afhending uppfylli gerða samninga við viðskiptavini Landsvirkjunar.

Markaðs- og viðskiptaþróunarsvið
Hlutverk
Að hámarka tekjur Landsvirkjunar með greiningu nýrra viðskiptatækifæra, vöruþróun, kynningu og sölu á vörum og þjónustu, gerð samninga og eftirfylgni þeirra.

Þróunarsvið
Hlutverk
Undirbúningur nýrra virkjunarkosta, ýmsar rannsóknir og eftirlit vegna virkjana í rekstri. Tryggja hagkvæma útfærslu á virkjunarkostum, auka sveigjanleika í orkuvinnslu, sjá um nýsköpun í orkuvinnslu og hafa langtímayfirsýn yfir orkuforða.

Framkvæmdasvið
Hlutverk
Að stýra virkjunarframkvæmdum Landsvirkjunar frá undirbúningi að fullbúinni virkjun. Vaktar kostnað, gæði og framvindu verks og tryggir að framkvæmdinni sé skilað tilbúinni til rekstrar í samræmi við forsendur, áætlanir og þarfir fyrirtækisins.

Fjármálasvið
Hlutverk
Að skapa grundvöll fyrir hagkvæmni í rekstri og stuðla að hámarksárangri hjá öllum einingum Landsvirkjunarsamstæðunnar.
Skipurit
Teymið okkar
Starfsfólk Landsvirkjunar er lykill að árangri og velgengni fyrirtækisins. Því er sífellt kappkostað að standa vörð um þekkingu, færni og vellíðan starfsfólks. Fastráðnir starfsmenn árið 2016 voru alls 260 á starfsstöðvum víðs vegar um land. Þess utan störfuðu 164 ungmenni og 54 háskólanemar við sumarstörf hjá Landsvirkjun.

Áhersla á heilsueflingu
Starfsmannasvið Landsvirkjunar mælir árlega ýmsa þætti í starfsumhverfinu og leiðir umbótastarf og umræður í öllum starfseiningum fyrirtækisins. Á árinu var heilsuefling sett í forgrunn, bæði í fræðslu og þjónustu. Landsvirkjun hóf samstarf við nýsköpunarfyrirtækið SideKick um heilsueflingu innan fyrirtækisins með notkun smáforrits sem hugar að heilbrigðu líferni með fjölþættum hætti. Virkir notendur SideKick smáforritsins létu um leið gott af sér leiða en þátttaka starfsmanna í átakinu skilaði sér í framlagi til hjálparstarfs UNICEF.
Aukin samskipti
Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku starfsfólks við þróun fyrirmyndar starfsumhverfis. Árlegum mælingum er fylgt eftir með umbótastarfi þar sem starfsmenn fyrirtækisins vinna að því að móta starfsumhverfið. Síðastliðið vor komu starfsmenn saman á yfir 30 vinnustofum þar sem þeir rýndu í niðurstöður mælinga og mótuðu í sameiningu stefnu um hvernig mætti gera góðan vinnustað enn betri.
Á árinu var unnið að frekari þróun á frammistöðusamtölum við starfsmenn þar sem lögð var áhersla á meiri léttleika og aukna tíðni samtala. Við trúum því að meiri árangur náist með því að eiga aukin samskipti við starfsmenn og setja í framhaldi ákveðin markmið í sameiningu. Í byrjun árs 2017 munu nýjar áherslur í frammistöðusamtölum fara af stað innan fyrirtækisins.