Segment

Sjóðstreymi stendur undir fjárfestingum

Sterk afkoma grunnrekstrar síðustu ár, þrátt fyrir krefjandi viðskiptaumhverfi, hefur skilað því að handbært fé frá rekstri hefur staðið undir fjárfestingum síðustu ára. Þá er átt við að þegar búið er að taka tillit til fjárfestinga hefur verið jákvæður afgangur af handbæru fé frá rekstri. Sjá má þróun þess á grafi hér fyrir neðan.

Section
Segment
Segment

Þessi bætta rekstrarstaða hefur gert Landsvirkjun mögulegt að fjárfesta markvisst í viðhaldi og betri nýtingu aflstöðva og halda áfram uppbyggingu iðnaðar í landinu með fjárfestingum í nýjum virkjunum. Í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins, eru nú tvær virkjanir í byggingu á sama tíma. Þær umfangsmiklu framkvæmdir sem nú standa yfir eru annars vegar Búrfell II, ný vatnsaflsvirkjun og hins vegar jarðvarmavirkjun við Þeistareyki. Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun stóðu sem hæst milli 2012–2014 en hún var gangsett vorið 2014.

Handbært fé samstæðunnar nam 145 milljónum USD í lok árs 2016. Þróunin sést á grafinu hér að neðan. Eins og áður segir var 2016 mikið framkvæmdaár en fjárfestingarhreyfingar námu 172 milljónum USD. Arður greiddur til eigenda vegna ársins 2015 nam 13 milljónum USD en eftir eitt til tvö ár gæti arðgreiðslugeta byrjað að aukast.

Section
Segment
Segment

Frjálst sjóðstreymi nam 211 milljónum USD. Fyrirtækið getur notað frjálst sjóðstreymi meðal annars í nýjar fjárfestingar, sem námu um 156 milljónum USD árið 2016, greiða niður skuldir (nettó skuldir lækkuðu um 25 milljónir USD á árinu) eða greiða eigendum arð (13 milljónir USD voru greiddar á árinu 2016).

Section
Segment
Section
Segment

Niðurgreiðsla skulda samhliða fjárfestingum

Landsvirkjun hefur lagt mikla áherslu á að lækka skuldir síðustu ár. Sjóðstreymi fyrirtækisins hefur verið það sterkt síðustu ár að Landsvirkjun hefur getað lækkað nettó skuldir um 713 milljónir USD ef horft er frá árslokum 2010 og á sama tíma staðið í umfangsmiklum fjárfestingum eins og hefur komið fram hér að ofan. Nettó skuldir eru vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé fyrirtækisins. Sjá má þróun nettó skulda í grafi hér fyrir neðan.  

Segment
Segment

Lækkun nettó skulda á undanförnum árum hefur leitt til lægri vaxtagjalda sem hefur skilað sér í bættri afkomu grunnrekstrar. Bætt afkoma skilar sér í sterku sjóðstreymi sem er forsenda áframhaldandi lækkunar skulda og aukinnar arðgreiðslugetu. Eiginfjárhlutfall Landsvirkjunar stendur í lok árs 2016 í 45,4% og hefur aldrei verið hærra.

Section
Segment

Kennitölur

Þróun lykilkennitalna hefur verið í rétta átt síðustu ár þó skuldsetning samstæðunnar, mæld á móti rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (nettó skuldir/EBITDA), hækki úr 6,2x í árslok 2015 í 6,5x í árslok 2016. Skýrist sú hækkun af lægri EBITDA, sökum krefjandi viðskiptaumhverfis, og hægari lækkun skulda. Tímabundið hægir á lækkun skulda þar sem fyrirtækið er nú að byggja tvær nýjar virkjanir á sama tíma.

Section
Segment
Segment

Vaxtaþekjan (EBITDA/nettó vaxtagjöld) hækkar í 5,1x en var 4,6x í árslok 2015. Hlutfall veltufjár frá rekstri (FFO) á móti vaxtagjöldum hækkar úr 3,3x í lok árs 2015 í 3,8x í árslok 2016. Skýrist þessi jákvæða þróun af lækkun vaxtagjalda sem má rekja til lækkandi skuldsetningar síðustu ára.

Arðsemi eiginfjár reiknast út frá hagnaði en gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða og annarra afleiða, ásamt gjaldeyrismun getur haft umtalsverð áhrif á niðurstöðuna. Arðsemi eiginfjár var jákvæð um 3,5% fyrir árið 2016 og jákvæð um 4,9% árið 2015

Landsvirkjun mun áfram leggja áherslu á að greiða niður skuldir fyrirtækisins en markmiðið er að ná nettó skuldum niður fyrir 5 sinnum EBITDA (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir) á næstu árum. Takist það verður meira svigrúm til að greiða eigendum arð ásamt því að aðgangur að hagkvæmum langtímalánum, án ríkisábyrgðar, verður betri.

Lánshæfiseinkunn hækkar

Lánshæfismat fyrirtækisins hefur, í ljósi bættrar fjárhagsstöðu, lækkandi skuldsetningu og minnkandi markaðsáhættu, hækkað upp um þrjá flokka á síðustu árum, nú síðast í janúar 2017. Lánshæfiseinkunn án ríkisábyrgðar er BBB og í fjárfestingarflokki en hún nálgast nú einkunn sambærilegra fyrirtækja í nágrannalöndunum.

Section
Segment

Fylgiskjöl

Hér má sækja ársreikning Landsvirkjunar 2016 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í Acrobat (pdf) skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel (xls) skjali. Einnig er hægt að sækja ársskýrsluna í Acrobat (pdf) skjali.